Stundum er spurt “hvers vegna að snjallvæða”
Svarið er í nokkrum liðum og frekar einfalt.
Ímyndaðu þér að..
- Þú vaknir við að gluggatjöldin opnist sjálfkrafa við sólarupprás.
- Þú ert við útidyrahurðina, klæddur í skó og úlpu og uppgötvar að þú gleymdir að slökkva ljósið í stofunni en þú spáir ekkert í því frekar því að öll ljós heimilisins slokkna sjálfkrafa þegar enginn er heima.
- Barnið þitt hringir í þig og segist hafa gleymt lyklum og þú að fara á mikilvægan fund … en það er s.s. ekkert mál þar sem þú ert búin að opna útidyrahurðina í gegnum símann á núll einni.
- Þú segir símanum þínum að spila smá Leonard Cohen og lækka birtustigið í stofunni á meðan þú ert að græja kvöldmatinn.
- Þú sofnir við uppáhalds slökunartónlistina þína þegar gluggatjöldin hafa lokast sjálfkrafa og slökkt öll ljós heimilisins.
Þægindi
- Lausnirnar okkar bjóða upp á raddstýringu að mestu leyti.
- Stýrðu birtustigi ljósa, hvenær þau kveikna, slokkna o.s.frv.
- Stýrðu hitastigi, jafnvel milli herbergja. Hægt að hafa mismunandi hitastig eftir veðri, árstíð o.s.frv.
- Snjalltæknin opnar fyrir þér leið að fylgjast með hvað er að gerast heima að heiman.

Vöktun og eftirlit
- Með réttum snjall myndavélabúnaði og hreyfiskynjurum getur þú fylgst með hver er heima og hvenær hann/hún kom heim.
- Þú getur vaktað heimilið þitt að heiman og látið rétta aðila vita ef þú sérð eitthvað misjanft á seyði á heimili þínum.
- Hita- og rakaskynjarar geta spornað við tjóni á heimili þínu.
- Reykskynjarar geta látið þig vita í síma ef reykur er á heimilinu.
- Með snjallri dyrabjöllu getur þú séð hver er að koma í heimsókn úr órafjarlægð.
Sparnaður
- Með snjalltækjum getur þú lækkað hita- og rafmagnsreikninginn til lengri tíma litið.
- Þú getur sparað þér óþarfa kostnað við að keyra heim í þeim einfalda tilgangi að opna fyrir einhverjum.
- Snjall ljós og perur endast mun betur en venjulegar perur.